13/09/2024

Héraðsmót HSS í frjálsum íþróttum

Héraðsmót HSS verður haldið laugardaginn 8. júlí á Sævangi. Keppni hefst hefst klukkan 11:00 og keppendur þurfa að skrá sig hjá forráðamanni síns félags. Þeir sjá síðan um að koma upplýsingum um keppendur áfram til framkvæmdastjóra HSS, Þorvaldar Hermannssonar (Tóta), í síðasta lagi fimmtudagskvöldið 6. júlí. Í ár fer skráning á mótið fram í gegnum mótaforrit FRÍ þannig að keppendur þurfa að láta kennitölu fylgja skráningunni á mótið.

Þorvaldur hefur netfangið totilubbi@hotmail.com og síminn er 451-3370. Stjórn HSS hvetur fólk til að mæta og vera með og taka sólina og góða skapið með.

Forráðamenn félaganna eru:
 
Umf. Harpa – Oddný Ásmundsdóttir S: 451-1125 / Gsm: 861-3337
Umf. Hvöt – sigra@snerpa.is Ragnar Bragason S: 451-3592
Umf. Geislinn – stebbj@snerpa.is Ása Einarsdóttir S: 456-3626
Umf.  Neisti – logi@snerpa.is Aðalbjörg Óskarsdóttir S: 451-3302
Sundfélagið Grettir – arniodda@simnet.is Árni Þór S: 451-3382
Umf. Leifur heppni – totilubbi@hotmail.com Tóti S: 451-3370
 
Flokkar og keppnisgreinar á Héraðsmóti eru:

Hnokkar og hnátur 10 ára og yngri: 60m hlaup og langstökk, boltakast (ný grein).
Strákar og stelpur 11-12 ára: 60m hlaup, langstökk, kúluvarp og spjótkast (ný grein).
Piltar og telpur 13-14 ára: 100m hlaup, langstökk, kúluvarp, spjótkast (ný grein) og hástökk.
Sveinar og meyjar 15-16 ára: 100m hlaup, 800m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk, spjótkast og kringlukast.
Karlar: 100m hlaup, 800m hlaup, 1500m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk, kringlukast, spjótkast og 4x 100m hlaup.
Konur: 100m hlaup, 800m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk, kringlukast, spjótkast og 4x 100m hlaup.
Karlar  35 ára og eldri: 100m hlaup, 800m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk, kringlukast og spjótkast.
Konur  30 ára og eldri: 100m hlaup, 800m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk, kringlukast og spjótkast.