23/12/2024

Basknesk hátíð í Dalbæ á Snæfjallaströnd


Föstudaginn 14. júlí kl 19-22 verður basknesk hátíð á Snæfjallaströnd, á söguslóðum Spánverjavíganna. Ferðaþjónustan í Dalbæ og Snjáfjallasetur standa að hátíðinni í samstarfi við Baskavinafélagið á Íslandi. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Francisco Javier Jáuregui flytja baskesk þjóðlög og sýnd verður kvikmyndin Baskavígin. Á undan sýningu myndarinnar spjallar framleiðandi hennar, Hjálmtýr Heiðdal um myndina ásamt Kristni Hrafnssyni. Veitingar verða til sölu og öll sem áhuga hafa eru hjartanlega velkomin!