09/09/2024

Bann við dragnótaveiðum fyrirhugað

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur lagt fram
tillögu um að takmarka dragnótaveiðar á grunnslóð úti fyrir Ströndum og Hornströndum milli Hornbjargs og Gjögurs. Tillaga þar
um kemur fram í reglugerð sem hefur verið send út
til kynningar. Hljóðar reglugerðin upp á að frá og með 1. mars 2011 og til 31. desember 2015 verði allar veiðar
með dragnót bannaðar innan línu sem dregin er frá
Rana í Hornbjargi 66°27,3´ N – 22°24,1´ V, í Selsker 66°07,5´ N –
21°30,0´ V og þaðan í Gjögurvita 65°59,3´ N – 21°19,0´ V. Bannið gildir
allt árið. Umsagnarfrestur er til 7. febrúar næstkomandi.