22/12/2024

Bændahátíð og þuklaraball falla niður

SauðfjársetriðÁkveðið hefur verið að aflýsa Bændahátíð og Þuklaraballi sem vera áttu í Félagsheimilinu á Hólmavík laugardagskvöldið 22. ágúst. „Það bárust bara ekki nærri því nógu margar skráningar til að skemmtunin stæði undir sér“, sagði Arnar S. Jónsson í samtali við strandir.saudfjarsetur.is. „Auðvitað er þetta frekar fúlt, en í staðinn vonumst við bara til að enn fleiri láti sjá sig á Hrútaþuklinu í Sævangi um daginn. Sennilega er fólk bara orðið svona miklir atvinnumenn í þuklinu; það vill frekar meta frammistöðu sína í rólegheitum um kvöldið heldur en að stíga dans." Landsmótið í Hrútadómum hefst kl. 14:00 í Sauðfjársetrinu í Sævangi laugardaginn 22. ágúst.