16/10/2024

Bæjarhátíð 1.-3. júlí

Búið er að ganga frá ráðningu framkvæmdastjóra fyrir bæjarhátíð sem fyrirhugað er að halda á Hólmavík í sumar, en á fundi hreppsnefndar á Hólmavík var fundargerð Menningarmálanefndar með tillögu um hver skyldi ráðinn samþykkt. Ekki er vitað hver var ráðinn því eftir er að svara umsækjendum, en það ætti að koma í ljós fljótlega. Þá hefur dagsetning á hátíðinni verið endanlega negld niður, en hún verður haldin helgina 1.-3. júlí. Hreppsnefnd samþykkti þrjár fundargerðir nefndarinnar í gær og þar kemur meðal annars fram að fjárheimild vegna hátíðarinnar verður kr. 1.000.000.- og inni í þeirri tölu eru laun tilvonandi framkvæmdastjóra.