Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða verður kynnt á súpufundi á Café Riis á fimmtudag kl. 12:05. Það er Viktoría Rán Ólafsdóttir verkefnastjóri AtVest á Hólmavík sem sér um kynninguna og segir frá starfsemi félagsins og verkefnum sem hún glímir við. Á súpufundum á Café Riis í hádeginu á fimmtudögum er jafnan kynnt eitt fyrirtæki, stofnun, félag eða verkefni og að lokinni kynningu eru umræður og fyrirspurnir. Það eru Jón Jónsson og Þorgeir Pálsson sem hafa umsjón með súpufundunum fyrir hönd Þróunarsetursins á Hólmavík og þeir sem hafa áhuga á að halda kynningu eru hvattir til að ræða við þá og finna hentugan tíma.