30/10/2024

Atburðir og nýjungar 2007

Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík óskar eftir upplýsingum um nýjungar í ferðaþjónustu á Ströndum, breytingar á grunnupplýsingum um fyrirtæki og eins hvort einhver slík hafi hætt starfsemi. Þá er mikilvægt fyrir ferðaþjóna að koma þeim dagsetningum á atburðum sem þegar liggja fyrir til miðstöðvarinnar. Þegar er byrjað að leita til hennar eftir upplýsingum um atburði í Atburðadagatöl og þjónustufyrirtæki í bæklinga. Ferðaþjónum er bent á að skoða vefsíðu miðstöðvarinnar á slóðinni www.holmavik.is/info þar sem yfirlit er yfir alla ferðaþjónustu á Ströndum og senda leiðréttingar á info@holmavik.is.

Einnig bendir Upplýsingamiðstöðin ferðaþjónum á að athuga skráningu sína í handbók og gagnagrunn Ferðamálastofu, en mjög mikilvægt er að vera rétt skráður þar.