22/11/2024

Árleg karókíkeppni á Café Riis

Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér, segir í ágætum dægurlagatexta sem öllum væri hollt að rifja upp og íhuga. Ekki síst nú, þegar komið er að árlegri karókí og söngvakeppni Café Riis sem haldin verður föstudaginn 6. nóvember næstkomandi við mikinn fögnuð væntanlegra áhorfenda. Skráning hefur gengið vel að sögn Báru Karlsdóttir, en enn gætu þó fleiri keppendur slegist í hópinn og sýnt snilli sína. Það mega vera einstaklingar, dúettar, tríó eða sönghópar eða hvað sem menn kjósa og mega þeir hvort heldur sem er syngja þekkta slagara eða eigin lagasmíðar. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Báru hið fyrsta til að skrá sig til leiks.

Rétt er að nota tækifærið til að minna jafnframt á hið árlega jólahlaðborð Café Riis, sem engan svíkur, en það verður haldið dagana 4., 5. og 12 desember þetta árið.