26/12/2024

Árekstur á Holtavörðuheiði

Árekstur varð á Holtavörðuheiði um tvöleytið í dag. Vanfær kona, komin átta mánuði á leið, var flutt af slysstað með sjúkrabíl til aðhlynningar. Þyrla var sett í viðbragðsstöðu vegna óhappsins. Blint er í snjótroðningum á Holtavörðuheiði og varasamt. Rétt er að hvetja ökumenn til að fara varlega og taka lífinu með ró í hálkunni.

Árekstur á Holtavörðuheiði – ljósm. Sveinn Karlsson