22/12/2024

Andri Björnsson vann Svansbikarinn


Fyrstu greininni í Vestfjarðavíkingnum 2013 lauk í sundlauginni á Hólmavík fyrir skemmstu. Þar sigraði Andri Björnsson átta aðra kraftakarla í sundlaugargreininni þar sem bera átti tunnur fullar af vatni um sundlaugina og lyfta þeim síðan upp á bakkann. Töluvert af áhorfendum var á staðnum og fylgdust með, en fremur kalt var á köppunum að þessu sinni. Með sigri í þessari fyrstu grein Vestfjarðavíkingsins tryggði Andri sér Svansbikarinn svokallaða þetta árið, en hann er sérstök verðlaun og veittur fyrir besta árangur í sundlauginni. Seinna í dag verður keppt á Drangsnesi og í Heydal í Mjóafirði.

bottom

2013frettir/645-vik4.jpg

2013frettir/645-vik3.jpg

2013frettir/645-vik9.jpg

2013frettir/645-vik11.jpg

Vestfjarðavíkingar 2013 – ljósm. Jón Jónsson