13/10/2024

Andrés önd hittir fyrsta Drangsnesinginn

Andrésar Andar skíðaleikarnir voru settir í 31. skipti á Akureyri nú í kvöld en þeir hófust með skrúðgöngu frá KA heimilinu að Íþróttahöllinni. Þátttaka í leikunum er góð en alls eru skráðir 682 keppendur á leikana. Flestir eru frá Akureyri, og næstflestir frá Ármanni í Reykjavík. Í fyrsta skipti er keppandi frá Drangsnesi skráður á Andrésar Andar leikana en fjöldi Strandamanna eru á svæðinu bæði keppendur og fylgdarmenn, líklega um 30 manns. Leikunum lýkur með verðlaunaafhendingu á laugardag.