13/10/2024

Djúpavíkurdagar í fullum gangi

Djúpavíkurdagar 2010 standa nú sem hæst og eins og venjulegar er margt á dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Reynt var við heimsmet í kerlingafleytingum, farið í víkingaspil og sjóferð. Þá var listasýning opnuð í verksmiðjunni í dag og  standa listamennirnir Anthony Bacigalupos og Tim L. Scafers fyrir henni. Í kvöld eru tónleikar Hrauns og Svavars Knúts. Á morgun, sunnudaginn kl. 14 hefst hið marglofaða kökuhlaðborð hótelsins og annað kvöld kl. 21:30 verður rúsínan í pylsuendanum verður svo kvöldvökustemning með trúbadúrunum Svavari Knúti og Jona Byron frá Ástralíu. 

Einnig er rétt að minna á þrjár ólíkar og skemmtilegar sýningar sem standa yfir í Djúpavík í verksmiðjunni og Hótelinu:
 
Áfram með smjörlíkið eftir Hlyn Hallsson og Jónu Hlíf Halldórsdóttur.
Pictures and their sounds eftir Claus Sterneck
Ljósmyndasýning Boga Leiknissonar.