30/10/2024

Alþjóðlegt samsæri trúbadora á Hólmavík

Alþjóðlegt samsæri trúbadora kemur við á Hólmavík í kvöld, miðvikudaginn 10. júní, en þá halda trúbadorarnir Svavar Knútur og Kathleen Yearwood tónleika á Galdraloftinu á Galdrasafninu á Hólmavík. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og eru allir áhugamenn um trúbadora, tónlist og skemmtilegar kvöldstundir hvattir til að láta sjá sig og skemmta sér hið besta. Svavar Knútur heimsótti Hólmavík síðastliðinn vetur og hélt tónleika og heimsótti einnig Grunnskólann og sýndi nemendum þar listir sínar.