23/12/2024

„Allt brjálað“ á Café Riis

"Það hefur verið gríðarleg umferð á Café Riis á Hólmavík í allt sumar og síðustu vikurnar verið brjálað að gera,  svo vægt sé til orða tekið" að sögn eigenda Café Riis á Hólmavík. Umferð ferðamanna hefur tekið mikið við sér undanfarnar tvær vikur og heimamenn eru duglegir að skreppa í mat á Café Riis og gera sér glaðan dag. Næsta laugardagskvöld spilar Bjarni Ómar trúbador á Café Riis og ætlar að halda uppi fjöri fyrir gesti. Það er því tilvalið að pússa dansskóna og líta við á Café Riis og sprikla við tóna Bjarna.