22/12/2024

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða í Bjarkalundi


Í kvöld og á morgun verður aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða haldinn á Hótel Bjarkalundi. Sigurður Atlason sem verið hefur formaður samtakanna gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku og verður því kjörinn nýr formaður á fundinum. Einnig er á dagskrá óvissuferð um Reykhólasveit og kynning á ferðamöguleikum þar, hátíðarkvöldverður og kvöldvaka, auk þess sem aðalfundur Vesturferða verður haldinn á laugardag.

Föstudagur 13. apríl
Mæting og skráning kl. 18:00 – 19:00
Kl. 19:00 – 20:00 – Léttur kvöldverður.
Kl. 20:00 – Ferðaþjónusta í Reykhólasveit
Harpa Eiríksdóttir ferðamálafulltrúi Reykhólahrepps kynnir ferðamöguleika í Reykhólasveit. Samkrull vestfirskra ferðaþjónustuaðila á Vestfjörðum fram að háttatíma.

Laugardagur 14. apríl
Kl. 09:00 – Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða
Venjuleg aðalfundarstörf, ársreikningar, skýrsla stjórnar, stjórnarkjör og önnur mál.
Íslandskynning – Gústaf Gústafsson kynnir sameiginleg áform Markaðsstofa í landinu og Ferðamálastofu í innanlandsherferð næstu ára.

Kl. 12:00 – Hádegisverður
Kl. 13:00 – Aðalfundur Vesturferða
(Lokaður fundur hluthafa Vesturferða ehf – Gönguferð í nágrenni Bjarkalundar er í boði fyrir þá sem sitja ekki þann fund)
kl. 15:00 – Kaffi í boði FMSV
Kl. 15:30 – Óvissuferð um Reykhólasveit með heimamönnum
Kl. 20:00 – Hátíðarkvöldverður og kvöldvaka í framhaldinu.

Verð fyrir allan pakkann gistingu í tvær nætur fyrir pr. mann er kr. 16.000.-
Innifalið er gisting í tvær nætur með morgunverði á Hótel Bjarkalundi. Léttum hádegisverði og hátíðarkvöldverði á laugardag.
Súpa og brauð föstudagskvöld kr.1.000,-