22/11/2024

Skólaakstur og skólaskjól

Skólaakstur og skjólaskjól skólaárið 2005-6 á vegum Hólmavíkurhrepps var til umræðu á hreppsnefndarfundi í síðustu viku. Á fundinum kom fram tillaga um breytingu á fyrirkomulagi við skólaakstur á Langadalsströnd sem var samþykkt samhljóða. Var hún á þá leið að foreldrum „verði boðin mánaðargreiðsla fyrir að sjá sjálf um komu barna sinna í grunnskólann …" Jafnframt sagði í tillögunni að ef ekki næðist samkomulag um slíkt fyrirkomulag sjái hreppurinn um skólaakstur á eigin bíl. Ekki kemur fram í fundargerðinni hve háa mánaðargreiðslu er verið að ræða um.

Varðandi skólaskjól sem er gæsla fyrir börn í 1.-4. bekk sem boðið hefur verið upp á síðustu vetur virðist lítið hafa gerst frá fundi þann 10. maí þar sem málið var tekið fyrir og ákveðið að breyta rekstarfyrirkomulagi og segja upp starfsfólki. Samkvæmt fundargerðinni nú var samþykkt samhljóða „að vinna að því að endurskoða rekstur skólasels."