Héraðsmót HSS í frjálsum íþróttum verður haldið laugardaginn 9. júlí á Sævangi. Keppni hefst hefst kl: 11:00 stundvíslega. Keppendur eiga að skrá sig hjá forráðamanni síns félags. Þeir koma þeim upplýsingum síðan áfram til Þorvaldar Hermannssonar (Tóta), netfang totilubbi@hotmail.com eða í síma 451-3370, í síðasta lagi á fimmtudagskvöld. Við hvetjum sem flesta til að mæta og vera með, og endilega takið sólina og góða skapið með.
Eftirtaldir eru tengiliðir félaganna:
Umf. Harpa eddibo@visir.is Eyþór Rúnar S: 421-7668 /Gsm:899-0568
Umf. Hvöt vsop@snerpa.is Vignir S: 451-3532
Umf. Geislinn totilubbi@hotmail.com Tóti S: 451-3370
Umf. Neisti logi@snerpa.is Halldór Logi S: 451-3302
Sundfélagið Grettir arniodda@simnet.is Árni Þór S: 451-3382
Umf. Leifur heppni hills@mmedia.is Hilmar S: 451-4048
Flokkar og keppnisgreinar eru eftirfarandi:
Hnokkar og hnátur 10 ára og yngri: 60m hlaup og langstökk.
Strákar og stelpur 11-12 ára: 60m hlaup, langstökk og kúluvarp.
Piltar og telpur 13-14 ára: 100m hlaup, langstökk, kúluvarp og hástökk.
Sveinar og meyjar 15-16 ára: 100m hlaup, 800m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk, spjótkast og kringlukast.
Karlar: 100m hlaup, 800m hlaup, 1500m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk, kringlukast, spjótkast og 4x 100m hlaup.
Strákar og stelpur 11-12 ára: 60m hlaup, langstökk og kúluvarp.
Piltar og telpur 13-14 ára: 100m hlaup, langstökk, kúluvarp og hástökk.
Sveinar og meyjar 15-16 ára: 100m hlaup, 800m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk, spjótkast og kringlukast.
Karlar: 100m hlaup, 800m hlaup, 1500m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk, kringlukast, spjótkast og 4x 100m hlaup.