{mosvideo xsrc="hamingjudagalagid" align="right"}Hamingjulagið 2008 var valið í skemmtilegri undankeppni í kvöld í Félagsheimilinu á Hólmavík. Fjögur lög kepptu þar um hvaða lag verður einkennissöngur bæjarhátíðarinnar Hamingjudaga á Hólmavík sem haldnir verða í sumar. Það var lag og texti eftir Ásdísi Jónsdóttur sem varð fyrir valinu að þessu sinni og bar það nafnið Ég vil dansa. Það var Salbjörg Engilbertsdóttir sem flutti lagið. Fjölmenni var á samkomunni, en það voru áhorfendur sem völdu sigurlagið.
–