Hálkan hefur verið dálítið að stríða mönnum upp á síðkastið hér fyrir norðan og mörgum orðið hált á svellinu. Myndina hér að neðan af veghefli að skrapa svell norður í Árneshreppi tók Jón Guðbjörn Guðjónsson í Litlu-Ávík á föstudaginn var þegar hefill frá Vegagerðinni fór norður.
Lítill snjór var þá en gífurleg svell víða og skóf hefillinn veginn til Norðurfjarðar og Munaðarness sem er nyrsti bær í byggð í hreppnum.