Á morgun, föstudaginn 1. apríl, kl. 10:00 verður haldinn almennur kynningarundur á Ísafirði um rannsóknir og leiðir til að auka virði sjávarfangs. Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða standa fyrir fundinum sem er öllum opinn. Fundurinn verður haldinn í fundarsal Þróunarseturs Vestfjarða á Ísafirði. Dagskrá fylgir hér á eftir.
Kl. 10.00 Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rf
Próteinrannsóknir
Kl. 10:15 Rannveig Björnsdóttir, deildarstjóri Rf
Fiskeldisrannsóknir á Rf – stefna og markmið
Kl. 10:25 Sigurjón Arason, verkefnisstjóri hjá Rf.
Vinnsluspá – verkunarspá
Kl. 10:35 Birna Guðbjörnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Rf
Hreinlæti við vinnslu sjávarafurða – rannsóknir á Rf.
Kl. 10:45 Þorleifur Ágústsson, verkefnisstjóri hjá Rf
Þorskeldisrannsóknir í sjókvíum – lífeðlisfræði vaxtar og kynþroska
Kl. 10:55 Fyrirspurnir og umræður