21/11/2024

Sunnukórinn syngur á Hólmavík


Sunnukórinn á Ísafirði, ásamt fríðu föruneyti, heldur tónleika í Hólmavíkurkirkju laugardaginn 13. október kl. 17:00. Efnisskráin hefur spænskt yfirbragð með íslensku ívafi. M.a. verða flutt lög eftir Jónas Tómasson og Fjölni Ásbjörnsson. Kórsöngur, einsöngur, gítarleikur, píanóleikur og flautuleikur eru á efnisskránni. Ingunn Ósk Sturludóttir og Steinþór Kristjánsson sjá  um einsöng, Sigurður Friðrik Lúðvíksson spilar á gítar, Sigríður Ragnarsdóttir og Dagný Arnalds leika á píanó. Einnig syngur oktettinn Áttund. Stjórnandi er Dagný Arnalds. Aðgangseyrir er 1000 kr., ókeypis fyrir börn.