Skíðafélag Strandamanna stendur fyrir Sparisjóðsmóti í skíðagöngu í Selárdal við Steingrímsfjörð laugardaginn 31. mars
og hefst mótið kl. 13.00. Gengið er með frjálsri aðferð og keppt í ótal flokkum frá 6 ára og yngri upp í 65 ára og eldri. Sparisjóður Strandamanna styrkir keppnina og fá þrír fyrstu í flokkum 16 ára og yngri verðlaunapening fyrir sæti og
aðrir í þeim flokkum fá viðurkenningarpening fyrir þátttökuna. Mótið er öllum
opið.