22/11/2024

Hafísmyndir úr Trékyllisvík

Hafísinn hrellir íbúa TrékyllisvíkurHafísinn fyllir nú Trékyllsvík og fleiri firði og víkur norður í Árneshreppi, en þar hefur hinn fjorni fjandi lagst að landi. Að sögn tíðindamanns strandir.saudfjarsetur.is, Bjarnheiðar Fossdal á Melum, stóðu Víkurbúar í þeirri trú á tímabili í gær að ísinn væri að hopa undan, en hann breytti jafnskyndilega um stefnu og hefur nú gert sig heimakominn þar í bili.

Bjarnheiður sendi okkur þessar myndir seinnipartinn í dag og strandir.saudfjarsetur.is bjóða hana velkomna í þéttan hóp fréttaritara og ljósmyndara á Ströndum sem senda efni á vefinn. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hefur nú á að skipa fjölda áhugafólks úr öllum sveitum sýslunnar sem sameinast um að nota hann til að koma hverskyns málefnum á framfæri. Best er að sem flestir Strandamenn taki virkan þátt í að halda vefnum lifandi og fréttaritararnir þurfa að vera sem flestir, þó sumir þeirra sendi bara inn fréttir einstöku sinnum.

En snúum okkur að þessum mögnuðu myndum sem Bjarnheiður tók í dag af hafísnum í Trékyllisvík.

.

.

.

Ljósmyndir: Bjarnheiður J. Fossdal