22/11/2024

Fyrstu réttir um helgina

Það styttist í leitir og réttir og á vef Strandabyggðar kemur fram að fyrstu réttardagarnir eru um helgina. Þá verður réttað í Skeljavíkurrétt við Hólmavík á laugardegi og sunnudegi, 10. og 11. september, kl. 16:00 báða dagana. Réttað verður í Hvalsárrétt í Hrútafirði, Skarðsrétt í Bjarnarfirði og Melarétt í Árneshreppi laugardaginn 17. september. Sunnudaginn 18. september verður svo réttað í Staðarrétt og Kirkjubólsrétt við Steingrímsfjörð kl. 14:00 á báðum stöðum. Í Kjósarrétt í Árneshreppi verður réttað 24. september.

Fólk er eindregið hvatt til að gera sér dagamun og kíkja í réttir og taka þátt í smalamennskum á Ströndum í haust.