Í dag, sunnudaginn 12. júní, opnaði Gunnar Már Pétursson sýninguna Strúktúr í Síldarverksmiðjunni í Djúpavík. Þar sýnir hann strúktúra sem smíðaðir eru í loft salarins auk teikninga. Gunnar útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2004 og lauk Mastersnámi frá The Glasgow School of Art árið 2006. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga en þetta er fyrsta einkasýning hans. Sýningin stendur til 15. júlí.