11/09/2024

Daníel þriðji í Greifatorfærunni

Greifatorfæran 2006 fór fram á Akureyri um síðustu helgi í ljómandi góðu veðri. Mikið var um tilþrif og veltur í keppninni, en alls rúlluðu bílarnir fimm sinnum og þar af Strandamaðurinn Daníel Ingimundarson tvisvar á Green Thunder. Sigurður Þór Jónsson vann keppnina í sérútbúna flokknum, í öðru sæti var Gunnar Gunnarsson og í þriðja sæti varð Daníel Gunnar Ingimundarson. Daníel fékk einnig tilþrifaverðlaun fyrir mikil tilþrif og flottan akstur i keppninni.

Ljósm. af vefsíðunni 4×4.it.is