22/11/2024

Sjómannadagurinn á Malarkaffi

Það verður mikið um dýrðir á Malarkaffi á Drangsnesi, laugardaginn 4 júní, í tilefni af sjómannadeginum. Matseðillinn er úr heimabyggð og verður maturinn kynntur af framleiðendum og á eftir sér skemmtikrafturinn Siggi Lauf um að skemmta fólki fram eftir kvöldi. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00. Símapantanir eru í 618 4872 eða 451 3223 (Þurý) og er fólk vinsamlegast beðið um að panta fyrir 30. maí. Nánari upplýsingar um gistingu á heimasíðu Malarhorns, www.malarhorn.is.

Matseðill kvöldsins

Fordrykkur
Forréttur: Kræklingur í hvítvíni með hvítlauksrjómasósu
Aðalréttur: Berja-villikryddað lambafille m/sveppa og kryddjurtasósu, ofnsteiktum kartöflubátum og grænmeti.
Eftirréttur: Cappuchino ís að hætti hússins.

Skemmtun og matur 6.900,- kr. fyrir manninn.
Skemmtun 1.500,- kr.

Gisting á Malarhorni 1 nótt, 3 rétta máltíð og skemmtun 12.000,- kr. á mann á móteli.
Gistihús með fjögur tveggja manna herbergi, 3ja rétta máltíð og skemmtun 10.000,- kr. á manninn. Tilvalið fyrir hópa.