Í gær var kveikt á jólatré við Grunnskólann á Hólmavík við hátíðlega athöfn, eftir því sem við var komið vegna kulda. Það voru að vísu einkum þeir fullorðnu sem kvörtuðu undan kuldanum, en krakkarnir eru hins vegar öllu vanir og skemmtu sér ljómandi vel. Kristján Sigurðsson aðstoðarskólastjóri og Bjarni Haraldsson tónlistarkennari spiluðu á gítar og sungin voru jólalög.
Jólatréð er úr skógi í Hólmavíkurhreppi, kemur frá Laugabóli við Djúp. Lionsmenn á Hólmavík sóttu tréð þangað ásamt 2 öðrum trjám sem standa nú við Kaupfélagið á Hólmavík og Hólmavíkurkirkju.
Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is – Jón Jónsson – var á staðnum þegar kveikt var á trénu við Grunnskólann og smellti af nokkrum myndum.