28/05/2024

Vefurinn opnaður 20. des

Ritstjórinn að störfumNú hefur ritstjórn tekið ákvörðun um að opna héraðsfréttaritið strandir.saudfjarsetur.is formlega á mánudaginn næsta - 20. desember kl. 16:00. Þangað til heldur sú tilraunastarfsemi sem hér hefur verið áfram fyrir opnum tjöldum, því allir sem skoða vefinn á þessum undirbúningstíma eru hjartanlega velkomnir. Verið er að bæta við efni og fréttariturum og undirbúa það svæði á vefnum sem þeir nota til að skrifa inn efni, flytja vefinn í varanlega hýsingu, skoða ýmsa möguleika við myndbirtingu og margt fleira.