15/04/2024

Frost og hálka

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar nú klukkan 10:00 er hálka á vegum á Ströndum í dag. Leiðin norður í Árneshrepp er merkt ófær en verið að opna hana. Hæglætisveður er á Ströndum en kalt. Veðurspáin næsta sólarhringinn fyrir Strandir og Norðurland vestra gerir ráð fyrir fremur hægri austlægri átt og víða léttskýjuðu, en norðvestan 5-10 m/s og éljum síðdegis á morgun. Frosti er spáð, 2 til 10 stig, kaldast í innsveitum.