Mikill fjöldi nemenda úr áttundu, níundu og tíundu bekkjum tók þátt í stærðfræðikeppni í Fjölbrautaskóla Vesturlands á miðvikudag. Nemendurnir komu úr 11 grunnskólum frá Kjalarnesi í suðri til Hólmavíkur í norðri. Frá Hólmavík fóru 9 keppendur úr þessum þremur bekkjum Grunnskólans á Hólmavík. Verkefnin sem lögð voru fyrir í kepnninni komu frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði og að venju var sams konar keppni haldin samdægurs í Hafnarfirði og víðar. Úrslit keppninnar verða tilkynnt og viðurkenningar afhentar við athöfn á sal skólans laugardaginn 2. apríl klukkan 13. Nemendur frá Hólmavík hafa jafnan staðið sig vel í þessari keppni og oft unnið til verðlauna.
Meðfylgjandi mynd er frá Danmerkurferð krakkanna í 9. og 10. bekk í haust og fengin af vef Grunnskólans – www.strandabyggd.is/grunnskolinn.