Úthlutað hefur verið framlögum úr Húsafriðunarsjóði fyrir árið 2011 og má nálgast niðurstöðuna á vef sjóðsins. Margvísleg verkefni fá styrki úr sjóðnum, rannsóknarverkefni, húsakannanir, útgáfa og lagfæringar á húsum. Á Ströndum fá tvö verkefni framlög til endurbóta að þessu sinni, Riis-húsið á Borðeyri fær 800 þúsund og Gamli barnaskólinn á Hólmavík 900 þúsund. Þá er sett 300 þúsund í bænhúsið í Furufirði.