22/11/2024

Legið við tófuagn

Gæi refaskytta með fenginnAð sögn Þorvaldar Garðars Helgasonar sem er ein af fjórum refaskyttum í Hólmavíkurhreppi á grenjatíma, er mun meira af tófu á svæðinu núna en undanfarin ár. Hann er í engum vafa um að stór hluti þeirra komi úr friðlandinu á Hornströndum því þar sé farið að þrengja verulega að stofninum vegna fjölda dýra. Garðar lá við agn nú nýverið í Hólmavíkurhreppi og náði í þrjár tófur, tvær læður og einn stegg. Auk þess sem einn minkur lá í valnum. Myndirnar eru af Garðari ásamt fengnum.

frettamyndir/2005/350-refaveidar_gaei2.jpg