Fimmtudaginn 27. janúar frá 12:15-12:45 flytur Menja von Schmalensee fyrirlesturinn Framandi og ágengar tegundir á Íslandi. Hægt verður að hlýða á fyrirlesturinn í fjarfundi í Þróunarsetrinu á Hólmavík á 1. hæð. Fyrirlesturinn er hluti af fræðsluerindum Náttúrustofanna og kemur að þessu sinni frá Náttúrustofu Vesturlands. Fræðsluerindi Náttúrustofanna eru að jafnaði flutt síðasta fimmtudag í mánuði og þau eru opin öllum sem áhuga hafa.