Undanfarnar vikur hefur hálkan plagað vegfarendur á Ströndum. Það á jafnt við um almenna vegfarendur og þá sem aka flutningabílum. Sem betur fer er ekki kunnugt um meiri háttar umferðaróhöpp af völdum hálkunnar. Margir hafa látið í ljós þá skoðun að hálkuvörnum á þessum slóðum séu stórlega ábótavant.
Þar er þó varla við starfsmenn Vegagerðarinnar á Hólmavík að sakast, því þeir verða að hlíta verklagsreglum Vegagerðarinnar. Þeir sem vilja fræðast meira um hálkuvarnir og verklagsreglur Vegagerðarinnar geta skoðað þær hér.