22/11/2024

Leit á strandir.saudfjarsetur.is

Leit á strandir.saudfjarsetur.isRitstjórn strandir.saudfjarsetur.is hefur undanfarið fengið nokkrar fyrirspurnir um hvernig megi finna gamlar fréttir á vefnum. Það er sáraeinfalt. Í neðra tenglaboxinu vinstra megin á síðunni er tengill sem heitir Leit á vefnum. Með því að smella á hann fer maður inn á öfluga leitarvél þar sem nægir að slá inn eitt orð sem líklega er notað í fréttinni (t.d. nafn) og þá fær maður upp lista af öllum þeim fréttum og öðru efni þar sem það nafn kemur fyrir. Þær getur maður svo skoðað betur með því að smella á fyrirsögnina.

Á forsíðu vefjarins eru að jafnaði 12 nýjustu fréttirnar aðgengilegar. Undir tenglinum Nýlegar fréttir eða Efnisflokkar og síðan Fréttir eru hins vegar um það bil 100 nýjustu fréttirnar geymdar. Undir hólfinu Eldri fréttir eru síðan allar fréttir eldri en það, raðað eftir þeim mánuðum sem þær birtust í. Leitarvélin leitar í öllum þessum flokkum, einnig í afmæliskveðjum, söguþáttum og aðsendum greinum.

Í spjallhorninu er síðan önnur leitarvél, efst á spjallsíðunni. Með því að setja orð inn í hana fær maður lista yfir þau bréf þar sem það orð kemur fyrir. Báðar þessar leitarvélar eru viðkvæmar fyrir stafsetningarvillum, hvort sem þær eru í leitarorðinu eða á vefnum.