Frá því í janúar á þessu ári hafa nemendur og kennarar Tónskólans á Hólmavík staðið fyrir fjársöfnun til að standa fyrir kaupum á flygli sem nýtast mun til minna tónleikahalds og sem kennsluhljóðfæri. Söfnin hefur gengið vonum framar og hafa fjármunir safnast með tónleikahaldi kennara og nemenda skólans auk sem Sparisjóður Strandamanna lagði verkefninu lið með myndarlegum hætti. Það var svo glæsilegt framlag Verkalýðsfélags Vestfirðinga sem gerði kleift að ganga frá kaupum á hljóðfæri núna í byrjun október.
Nú er hljóðfærið komið á staðinn og hefur því verið komið fyrir í matsal skólans. Ætlunin að afhenda Tónskólanum flygilinn við hátíðlega athöfn á morgun, fimmtudaginn 15. október klukkan 17:00. Allir nemendur, foreldrar og aðrir velunnarar Tónskólans eru boðnir hjartanlega velkomnir á athöfnina. Að afhendingu lokinni verður boðið til glæsilegra kaffiveitinga í Grunnskólanum.
Vaskir menn búnir að rogast með flygilinn niður stigann í mötuneyti skólans.