Hið árlega gamlársdagsmót í fótbolta innanhúss verður haldið í íþróttahúsinu á Hólmavík laugardaginn 27. des. Hefst mótið kl. 10.30 og er vonast til að sem flestir mæti. Fimm keppendur eru í hverju liði og eru brottfluttir og heimamenn hvattir til að mæta, oft var þörf en nú er nauðsyn. Heitt kaffi verður á könnunni og menn geta skráð sig á spjallinu hér á strandir.saudfjarsetur.is. Þátttökugjald er kr. 500.- á mann og keppt verður um stórglæsilegan bikar sem í ljósi kreppunnar verður ekki afhentur til eignar heldur varðveislu fram á næsta mót.