Þessa dagana standa yfir upptökur á nýju jóladagatali Strandagaldurs. Það er að venju unnið
af Sigurði Atlasyni sem að þessu sinni fær fjölda barna af Leikskólanum
Lækjarbrekku sér til fulltingis. Hvert af öðru hitta börnin brúðustrákinn Tuma
sem er mikill áhugastrákur um jólasveina og eyðir löngum stundum uppi á fjöllum
í leit að þeim til að segja þeim vísur. Tumi og börnin hittast fyrir tilviljun á
fjöllum og spjalla saman um jólasvein dagsins. Fyrsta myndbandið mun að venju
verða birt þrettán dögum fyrir jól. Myndin sem fylgir er af brúðustráknum Tuma og Brynhildi, einu barnanna sem tekur þátt í gerð jóladagatalsins, við upptökur í morgun.
Jóladagatal Strandagaldurs mun að sjálfsögðu birtast hér á strandir.saudfjarsetur.is fyrir jólin eins og undanfarin ár.