Krakkar á Drangsnesi notuðu tækifærið sem öskudagurinn býður upp á og sungu fyrir fólk á hinum ýmsu vinnustöðum. Að sjálfsögðu væntu þau sér einhvers í staðinn eins og aðrar stórstjörnur sem troða upp.
Síðan var öskudagsball í Grunnskólanum á Drangsnesi að venju eftir hádegið.
Börnin slógu ekki hendinni á móti heitu kakó og kexi í fiskvinnslunni Drangi.
Í verslun KSH á Drangsnesi var sungið fullum hálsi fyrir smá nammi í poka.
Það var ekki laust við að færi um oddvitann þegar draugar fortíðar virtust vera að gera innrás á hreppsskrifstofuna á Drangsnesi. Sem betur fer voru þetta engir uppvakningar heldur glaðbeittir söngvarar í mikilli stemmingu. – ljósm. Jenný