05/11/2024

Þorláksmessa og dag tekið að lengja

Gamli bærinn á Hólmavík - ljósm. JJÍ dag var heilmikill ys og þys við undirbúning jólanna og jörðin við Steingrímsfjörð var hvítflekkótt í staðinn fyrir að vera alauð eins og undanfarna daga og því heldur bjartara yfir. Daginn er farið að lengja að nýju, stysti dagur ársins var í gær. Blindfullt og risastórt tunglið hefur þó varpað nokkurri birtu á mannlífið síðustu nætur, kvöld og morgna, og draumspakir Strandamenn segjast telja að veðrabrigði séu í nánd og fullyrða að líkur séu á að jólin verði hvít og hægt verði að komast á skíði og snjósleða í vetur.