19/09/2024

Sauðburður stendur sem hæst

Þegar sauðburður stendur sem hæst verður allt að ganga sem vel smurð vél og til þess að svo megi verða þurfa allir að leggja sitt af mörkum bæði háir sem lágir. Það er margs að gæta í fjárhúsunum, lömb að fæðast og það getur verið mikið bras að komast á fót og finna spena. Margt þarf að læra fyrstu dagana í lífinu ef vel á að fara. 

María Lovísa á Bassastöðum hefur nú engan sérstakan áhuga á sauðfjárrækt eða kynbótum yfirleitt, en hér hefur hún fengið gráan hrút í fangið. Ef marka má svipinn væri hún til í að setja hann á, en Gráskeggur hljóðar sem mest hann má og vill bara fara til mömmu. 

Ljósm. Jóhanna Guðbrandsdóttir