25/11/2024

Nóg að gera í jólapóstinum

Erilsömustu vinnustaðirnir nú rétt fyrir jólahátíðina eru án efa pósthús landsins. Fjölmargir senda jólakort og böggla hingað og þangað, en í gær var síðasti öruggi skiladagur fyrir böggla innanlands og í dag er síðasti séns að senda jólakort svo tryggt sé að þau lendi í réttum höndum fyrir jól. Svanhildur Jónsdóttir, bréfberi á Hólmavík og gjaldkeri hjá  Sparisjóði Strandamanna og Íslandspósti, sagði við strandir.saudfjarsetur.is í morgun að það hefði sosum ekkert verið meira að gera í póstinum í ár en undanfarin ár, en þessi tími væri auðvitað erilsamari en aðrir. Fréttaritari sá ekki betur en bréfberinn væri í heilmiklu jólaskapi þrátt fyrir að mikið sé að gera. Opnunartími pósthússins á Hólmavík fram að jólahátíð verður sem hér segir:

Fim. 20. des. – venjulegur opnunartími, 9:00-16:30
Fös. 21. des. – venjulegur opnunartími, 9:00-16:30
Lau. 22. des. – Pósthúsið lokað, bréf og bögglar borin út
Sun. 23. des. – Pósthúsið lokað, bögglar bornir út á Hólmavík
Mán. 24. des. – Pósthúsið lokað

bottom

Pósthúsið á Hólmavík í morgunsárið.

frettamyndir/2007/580-jolaposthus.jpg

Svanhildur að leggja af stað í póstburðarferð. Jólasveinahúfan á höfði hennar birtist um leið og fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í desember, enda er bréfberinn náskyldur þeim pörupiltum.

Ljósm. Arnar S. Jónsson