22/11/2024

Viðamikil umfjöllun um Hvalárvirkjun á mbl.is

Um helgina birtist viðamikil og vönduð úttekt Sunnu Óskar Logadóttur blaðamanns Morgunblaðsins á fyrirhugaðri Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum og ólíkum viðhorfum íbúa í Árneshreppi til hennar og stöðuna í byggðamálum í hreppnum. Greinarnar eru hluti af flokki sem ber yfirskriftina Mátturinn eða dýrðin. Margar áhugaverðar skoðanir koma þar fram. Meðal þess sem kemur fram varðandi byggðamál er að líklega verði Finnbogastaðaskóla lokað um áramót. Fimm börn hófu nám þar í haust, en nú eru tvö börn í skólanum.

Sveitarfélaginu Árneshreppi hefur hins vegar tekist að endurvekja verslun í Norðurfirði frá næstu mánaðarmótum eftir að Kaupfélag Steingrímsfjarðar lagði útibú sitt niður og lokaði því um síðastliðin mánaðarmót.

Hér birtum við tengla á þessar fréttir mbl.is sem á hrós skilið fyrir þessa vönduðu úttekt:

# Marga þyrstir í heiðarvötnin blá 14/10 2017

# „Nú förum við og virkjum“ 14/10 2017

# Aðþrengd sveit tekst á við virkjunaráform 14/10 2017

# Eins og óargadýr inn í samfélag í sárum 14/10 2017

# Snerist hugur um Hvalárvirkjun 14/10 2017

# Ekki eitt einasta gljúfur verður sprengt 14/10 2017

# Það er ekkert betra í boði 14/10 2017

# „Þetta fólk þjáist af athyglissýki“ 14/10 2017

# Þar sem vegurinn endar … ekki lengur 14/10 2017

#“Einfaldlega af því að það er engin glóra í þessu“ 15/10 2017

# Ein ljósmynd ýtti umræðunni af stað 15/10 2017