22/11/2024

Magnús sigraði prófkjör Framsóknar í NV

BorðeyriMagnús Stefánsson, félagsmálaráðherra sigraði í prófkjöri Framsóknarflokksins í NV-kjördæmi. Eftir að atkvæðin höfðu verið talin þá var Magnús í fyrsta sæti með 883 atkvæði. Í öðru sæti varð Herdís Sæmundardóttir með 979 atkvæði. Þriðji varð Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður, með  879 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti. Valdemar Sigurjónsson varð fjórði og Inga Ósk Jónsdóttir varð í fimmta sæti. Prófkjörið er bindandi fyrir fimm efstu sætin. Atkvæðin voru talin á Borðeyri í Hrútafirði og um 1600 flokksmenn greiddu atkvæði. Kosið var með póstkosningu sem hefur staðið yfir síðan í byrjun mánaðarins.