25/11/2024

Gráhegri við Steingrímsfjörð

150-hegriLíkt og á síðasta ári hefur gráhegri verið að spóka sig við Steingrímsfjörðinn og sást til hans í gær við Tungugrafarvogana milli Hrófár og Húsavíkur. Þar eru álftirnar líka mættar fyrir allnokkru, um það bil sextíu til sjötíu stykki og hafa þá náðugt í sjávarlóninu ofan við veginn. Líklega er eitthvert æti í botninum sem þær sækja svona stíft í, alla vega er fjöldi álfta þarna öll haust. Töluvert virðist vera af gæs þetta haustið og eru þær víða á túnum. Lítið hefur hins vegar sést af rjúpu í smalamennskum að þessu sinni.