Viðgerð á vatnslögninni til Hólmavíkur lauk kl. 4:30 í nótt með fullnaðarsigri starfsmanna hreppsins yfir hinum blauta óvini. Varahlutir komu á svæðið í gærkvöldi og því var hægt að ganga fljótt og hratt til verks og viðgerðin gekk áfallalaust fyrir sig. Báðar dælur í dæluhúsinu eru þar með komnar í gang og Hólmvíkingar ættu því að hafa nóg af rennandi vatni í dag og í framtíðinni.
Fréttaritari strandir.is mælir með því að starfsmenn hreppsins fái að sofa vel og rækilega út í dag, enda hafa þeir skilað góðu dagsverki og rúmlega það.