22/11/2024

Útskurður Halldórs Hjartarsonar

Sýning Halldórs Hjartarsonar í húsnæði sundlaugarinnar á Drangsnesi sem sett var upp í tengslum við Bryggjuhátíðina hefur vakið verðskuldaða athygli. Þar sýnir Halldór ýmsa muni listilega útskorna og einnig nokkur gler verk og vatnslitamyndir. Munirnir bera þess glöggt merki að vera unnin af mikilli alúð og natni. Þarna ber að líta fagurlega útskornar klukkur, standlampa og margt fleira. Sýningin verður opin eitthvað áfram á opnunartíma sundlaugarinnar. Um að gera að gefa sér tíma til að heimsækja sýninguna og skoða þær gersemar sem þarna eru.

Halldór við listaverk sín – Ljósm. Jenný Jensdóttir