22/11/2024

Búið að opna veginn um Skeljavík

IMG_6530

Vegurinn um Skeljavík, rétt sunnan við Hólmavík, var opnaður á áttunda tímanum í kvöld, en unnið hefur verið að bráðabirgðaviðgerð í allan dag. Fjöldi fólks hafði beðið þeirrar stundar, beggja vegna við skarðið í veginum. Það var lækurinn Hvítá sem skilur á milli landa Kálfaness og Skeljavíkur sem margfaldaðist með þessum afleiðingum, að ræsi undir veginn höfðu ekki undan og vegurinn rofnaði. Slíkt gerðist síðast 8. maí 1993. Vegfarendur eru beðnir að fara gætilega á þessum slóðum.