Á fréttavefnum www.litlihjalli.it.is er greint frá því að nýkjörin hreppsnefnd Árneshrepps hafi haldið sinn fyrsta fund á dögunum. Þar var Oddný S. Þórðardóttir á Krossnesi kjörin nýr oddviti Árneshrepps og tekur við því embætti af Gunnsteini Gíslasyni. Gunnsteinn gaf ekki kost á sér í sveitarstjórn að þessu sinni, en hann hafði setið 12 kjörtímabil í hreppsnefnd eða 48 ár.
Aðrir í hreppsnefnd Árneshrepps eru: Guðlaugur Ingólfur Benediktsson í Árnesi 2, Guðlaugur A. Ágústsson í Steinstúni, Gunnar H.D. Guðjónsson í Bæ og Eva Sigurbjörnsdóttir á Djúpavík.